Veiðikortið 2022 er komið í sölu hjá Eflingu

Nú er veiðikortið fyrir 2022 komið í hús og verður á sama verði til félagsmanna og undanfarin ár, eða aðeins kr. 5,000,- en fullt verð er kr. 8.900,-.

Efling er með kortið í sölu á skrifstofum félagsins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á orlof@efling.is ef félagsmaður vill fá kortið sent heim til sín og fær þá viðkomandi upplýsingar um hvernig hægt er að ganga frá greiðslu.

Frekari upplýsingar um kortið og fjölda vatna má fá á vefsíðunni veidikortid.is.