Starfsmatsnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi 18. janúar 2022 endurmat á störfum félagsliða.
Félagsliði í heimaþjónustu 411 starfsmatsstig. Sem gerir hækkun úr launaflokki 237 í lauanflokk 239.
Félagsliði í búsetuþjónustu 434 starfsmatsstig. Sem gerir hækkun úr launaflokki 240 í launaflokk 242.
Félagsliði í þjónustukjarna (Sléttuvegi) 434 starfsmatsstig. Sem gerir hækkun úr launaflokki 240 í launaflokk 242.
Félagsliði í málaflokki HMFÞ 464 starfsmatsstig. Sem gerir hækkun úr launaflokki 244 í launaflokk 246.
Flokkstjóri í félagslegri heimaþjónustu 479 starfsmatsstig. Sem gerir hækkun úr launaflokki 246 í launaflokk 248.
Þetta er gert á grundvelli þess að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur fært menntun félagsliða af 2. á 3. hæfnisþrep hæfniramma um íslenska menntun. Þar sem röðun starfa til launa hjá Reykjavíkurborg byggir á starfsmati þá leiðir þessi breyting Mennta- og menningarmálaráðuneytisins til þess að störf félagsliða fara af þriðja á fjórða þrep í þættinum þekking og reynsla.
Samkvæmt samþykkt í samstarfsnefnd Eflingar og Reykjavíkurborgar frá 26. október 2021 tekur breytingin gildi frá og með 1. janúar 2022.