Lúðrasveit verkalýðsins og Efling-stéttarfélag

Efling-stéttarfélag og Lúðrasveit verkalýðsins endurnýjuðu samstarfssamning sinn á dögunum þegar Agnieszka Ewa Ziółkowska formaður Eflingar og Þórunn Helga Ármannsdóttir undirrituðu nýjan samning sem gildir til ársins 2026. Efling hefur lengi styrkt Lúðrasveit verkalýðsins, en aðgangur að tónleikum sveitarinnar er ávallt án endurgjalds auk þess sem engin félagsgjöld eru fyrir meðlimi sveitarinnar. Félagsfólk Eflingar getur átt von á lúðraþyt og baráttublæstri á vettvangi stéttabaráttunnar næstu ár.