Móttaka Eflingar lokuð vegna hertra aðgerða

18. 01, 2022

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður móttaka skrifstofu Eflingar-stéttarfélags í Guðrúnartúni 1 lokuð frá og með mánudeginum 17. janúar 2022. Veitt verður besta mögulega þjónusta í gegnum síma og tölvupóst og eru félagsmenn hvattir til að notfæra sér þær samskiptaleiðir. Hægt er að panta viðtal hjá þjónustufulltrúum í gegnum tölvupóst eða síma og ráðgjöf VIRK er enn opin fyrir þá sem eiga pantaðan tíma.