Nú hafa allir fræðslusjóðir Eflingar ákveðið að styrkja félagsmenn um ökutíma en áður var einungis bóklegi hluti ökunáms styrktur. Félagsmenn geta því sótt um endurgreiðslu ökutíma eftir reglum sjóðsins, hámark 75% af reikningi, allt að 130.000 kr. að ári. Tekur þetta til umsókna sem berast og reikninga sem gefnir eru út eftir 1. janúar 2022.
Einnig er vert að benda félagsmönnum á að enn er hægt að sækja um 90% endurgreiðslu fyrir starfstengt nám og námskeið en fræðslusjóðirnir hækkuðu styrkinn úr 75% í 90% til að mæta núverandi ástandi í samfélaginu vegna kórónuveirunnar. Gildir það til 1. maí 2022.
Nánari upplýsingar og umsókn á Mínum síðum.
Hægt er að senda fyrirspurnir á fraedslusjodur@efling.is