Yfirlýsing frá stjórn Eflingar

31. 01, 2022

Stjórn Eflingar stéttarfélags hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Fram hafa komið ásakanir á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi.

Stjórn Eflingar tekur slíkar ásakanir mjög alvarlega og lýsir yfir fullum stuðningi við alla þolendur ofbeldis.