Stjórnarkosning í Eflingu er hafin

Stjórnarkosning í Eflingu-stéttarfélagi er hafin og stendur til kl. 20.00 hinn 15. febrúar n.k.

Atkvæðisrétt eiga allir fullgildir félagsmenn í Eflingu-stéttarfélagi.

Kosningin er rafræn. Til að kjósa þarf rafræn skilríki.

Þau sem vilja ekki  kjósa rafrænt eða hafa ekki rafræn skilríki geta mætt á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni 1 í Reykjavík eða á skrifstofuna í Hveragerði að Breiðumörk 19 og greitt atkvæði.

Allar nánari upplýsingar má nálgast hér.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að nýta réttindi sín og kjósa.

Hér má kynna sér frambjóðendur og stefnumál