1. maí kaffi Eflingar

29. 04, 2022

Kæru Eflingarfélagar. Við hvetjum ykkur til að fjölmenna í kröfugönguna og á útifundinn sem haldinn er á Ingólfstorgi á baráttudegi verkalýðsins 1. maí.
Í Reykjavík verður safnast saman fyrir kröfugönguna á Hlemmi kl. 13:00 og gangan leggur af stað kl. 13:30.

Við hlökkum svo til að sjá ykkur í Valsheimilinu í 1. maí kaffi Eflingar. Boðið verður upp á kaffiveitingar, ísvagn kemur á staðinn og börn geta fengið andlitsmálningu.

Gleðilegan baráttudag verkalýðsins!