Lögfræðiúttekt vegna viðskipta Eflingar við Sigur vefstofu

Stjórn Eflingar-stéttarfélags hefur ákveðið að gera lögfræðiúttekt vegna viðskipta Eflingar-stéttarfélags við Sigur vefstofu ehf. 2018-2021 aðgengilega fyrir alla fullgilda félagsmenn Eflingar.
Félagsmenn Eflingar sem óska eftir aðgangi að úttektinni geta sent tölvupóst á efling@efling.is og fá þá sent lykilorð að skjalinu sem má nálgast hér.