Sumarúthlutun orlofshúsa 2022-opið fyrir bókanir

Umsóknartímabil í sumarúthlutun hefst 1. mars og lýkur 21. mars. Allir félagsmenn með réttindi geta sótt um og ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu sótt er um. Úthlutað verður eftir punktakerfi sem byggist á iðgjaldasögu félagsmanna þann 23. mars. Greiðslufrestur er til og með 5. apríl. Eftir úthlutunina opnast bókunarvefurinn í tveimur skrefum:

Þann 7. apríl kl. 8:15 fyrir þá sem eru með 100 punkta eða fleiri.

Þann 12. apríl kl 8:15 fyrir alla félagsmenn óháð punktastöðu til að bóka hús sem enn eru laus yfir sumarið.

Sumartímabilið er frá 3. júní til 2. september og aðeins vikuleiga í boði, frá föstudegi til föstudags.

Athugið, til að bóka beint skal velja “laus orlofshús” á bókunarvef Eflingar inn á Mínum síðum. Ganga þarf frá greiðslu strax.

Sjá upplýsingar um þau hús sem eru í boði hér.