„Lög Eflingar-stéttarfélags eru rituð og samþykkt af félagsmönnum Eflingar en í lögum Eflingar stendur:
35. gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi enda sé þess getið í fundarboði að lagabreytingar séu á dagskrá og ennfremur skulu breytingarnar áður hafa verið ræddar á almennum félagsfundi minnst viku fyrir aðalfund. Tillögum til lagabreytinga, sem einstakir félagsmenn vilja koma á framfæri, skal skila til félagsstjórnar eigi síðar en fyrir lok marsmánaðar ár hvert.
Til þess að lagabreyting nái fram að ganga verður hún að vera samþykkt með 2/3 hlutum greiddra atkvæða. Breytingar á lögunum koma þá fyrst til framkvæmda er miðstjórn ASÍ og stjórn Starfsgreinasambands Íslands og Sjómannasambands Íslands hafa staðfest þær.“
Eflingu bárust alls 14 tillögur til lagabreytinga, tillögurnar voru ræddar á félagsfundi þann 1. apríl 2022 og verða bornar upp til atkvæðagreiðslu á aðalfundi félagsins næstkomandi föstudag 8. apríl.
Sjá umræddar tillögur.