Ekki lengur tekið við reiðufé 

23. 06, 2022

Skrifstofa Eflingar – stéttarfélags er hætt að taka við greiðslum í reiðufé. Héðan í frá verður aðeins tekið á móti greiðslum í posa eða með millifærslu á bankareikning. Starfsfólk í móttöku veitir allar upplýsingar og aðstoð við þetta eftir því sem þörf krefur. Skrifstofan þakkar félagsfólki skilning á þessari breytingu.