Opnað verður fyrir haust- og vetrarleigu þann 15. ágúst

15. 08, 2022

Vetrartímabilið er frá 2. september 2022 til 2. júní 2023

Opnað verður fyrir bókanir orlofshúsa í vetrarleigu í tveimur skrefum: Þann 15. ágúst kl. 8:15 opnast fyrir bókanir frá 2. september fram að jólum.

Þann 1. nóvember opnast fyrir bókanir eftir áramót, frá 5. janúar – 2. júní 2023.

Frá og með 12. september kl. 8:15 verður opið fyrir bókanir um jól og áramót.

Yfir vetrartímabilið er hægt að bóka bæði helgar- og vikuleigu, nema yfir hátíðar (jól, áramót og páska), þá er aðeins vikuleiga í boði.

Bókunarvefur orlofshúsa er aðgengilegur inn á Mínum síðum. Einnig má hafa samband við skrifstofu Eflingar í síma 510-7500, eða senda fyrirspurnir á orlof@efling.is ef frekari aðstoðar er þörf.

 Sjá nánari upplýsingar um haust og vetrarbókanir hér.