Vilt þú vera með?

23. 08, 2022

Á skrifstofu Eflingar – stéttarfélags er verið að byggja upp metnaðarfyllsta stéttarfélag landsins. Fram undan eru krefjandi en jafnframt skemmtilegir tímar í uppbyggingarstarfi skrifstofunnar.

Við viljum heyra frá áhugasömu og færu fólki sem brennur fyrir þjónustu og samvinnu við félagsfólk Eflingar.

Hefur þú …
• almenna tölvufærni
• góða færni í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku
• kunnáttu á ritvinnsluforrit
• reiknifærni og Excel kunnáttu
• metnað fyrir góðum samskiptum
• áhuga á að taka þátt í umbótastarfi
• menntun eða reynslu sem nýtist í starfi

Við tökum á móti fyrirspurnum, kynningarbréfum og ferilsskrám á netfangið storf@efling.is. Öllum umsóknum er svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Fólk með tök á pólsku og öðrum móðurmálum félagsfólks er sérstaklega hvatt til að sækja um.