Jólamarkaður Eflingar – auglýst eftir þátttakendum

25. 10, 2022

Jólamarkaður Eflingar verður haldinn helgina 3. – 4. desember. Þar gefst félagsfólki Eflingar kostur á að bóka bás sér að kostnaðarlausu og hafa til sölu handverk sitt eða aðra framleiðslu, t.d. jólakort, kerti, prjónadót eða aðra handavinnu.

Hafir þú áhuga á að taka þátt eða vilt fá nánari upplýsingar geturðu haft samband við Magdalenu Kwiatkowska, magda@efling.is eða í síma: 510-7500.

Umsóknarfrestur er til 18. nóvember.

Við hvetjum allt skapandi og framkvæmdaglatt félagsfólk til að hafa samband við félagið. Athugið að um takmarkað pláss er að ræða og valið verður úr innsendum umsóknum.

Jólamarkaðurinn verður helgina 3. og 4. desember, kl. 13.00 – 16.00 í Félagsheimili Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð.

Við ætlum að skapa notalega og skemmtilega jólastemningu þar sem boðið verður upp á kakó og piparkökur, tónlist og afþreyingu fyrir börnin.