Kerfisbilun í tölvupóstkerfi Eflingar yfirstaðin

Það kom upp bilun í tölvupóstkerfi Eflingar stuttu fyrir hádegi. Lausn var fundin stuttu fyrir fimm.

Því miður þá mun þetta lengja afgreiðslutíma tölvupósta tímabundið. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér.

Föstudaginn 07. október verður starfsdagur og skrifstofan verður lokuð sem mun líka hafa áhrif á afgreiðslu tölvupósta.

Vinsamlegast athugið að þetta mun ekki trufla greiðslu vegna þeirra styrktarbeiðna sem bárust fyrir mánaðarmót þann 10. október.