Skattkerfið hyglir hátekjufólki

10. 10, 2022

Út er komið nýtt tölublað af Kjarafréttum Eflingar, það 12. í röðinni.

Í tölublaðinu er fjallað um ósanngjarna dreifingu skattbyrðar í íslenska skattkerfinu, en skattbyrði var færð af hærri tekjuhópum yfir á þá tekjulægri og eignaminni á tímabilinu 1994 til 2018.

Hátekju- og stóreignafólk nýtur sérstakra skattfríðinda í formi fjármagnstekjuskatt sem er með mun minni álagningu en atvinnutekjur og lífeyri. Það er mjög óeðlilegt. Helstu tillögur til úrbóta eru útlistaðar.

Lesið tölublaðið hér.

Enska útgáfu Kjarafrétta má lesa hér.

Öll útkomin tölublöð Kjarafrétta má nálgast hér.