Fyrsti samningafundur með SA

Samninganefnd Eflingar hitti í dag fulltrúa Samtaka atvinnulífsins á fyrsta samningafundi vegna endurnýjunar kjarasamninga sem runnu út þann 1. nóvember. Fundurinn fór fram í Félagsheimili Eflingar á 4. hæð í Guðrúnartúni 1.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar flutti framsögu þar sem farið var yfir forsendur og rök að baki kröfugerð sem afhent var og kynnt síðastliðinn mánudag. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA brást við og skipst var á skoðunum. Fundurinn var klukkutíma langur.

Stefnt er á næsta samningafund innan skamms.

Samninganefndarmenn og formaður ræða saman fyrir fund.