Sameiginlegur félags- og trúnaðarráðsfundur 17. nóvember

10. 11, 2022

Boðað er til sameiginlegs félags- og trúnaðarráðsfundar fimmtudaginn 17. nóvember. Á fundinum verður fjallað um kjaraviðræður og störf samninganefndar Eflingar. Þá mun formaður Samtaka leigjenda á Íslandi halda kynningu á stöðu leigjenda og á starfsemi samtakanna. Fundurinn er um leið fundur í trúnaðarráði Eflingar. 

  • Dagsetning: Fimmtudagur 17. nóvember 2022. 
  • Tími: Fundur hefst stundvíslega klukkan 18:00, húsið opnar klukkan 17:30. 
  • Staður: Félagsheimili Eflingar, 4. hæð í Guðrúnartúni 1. 

Dagskrá: 

  1. Kosning í uppstillingarnefnd.
  2. Kosning í kjörstjórn.
  3. Kjaraviðræður og störf samninganefndar (Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar).
  4. Staða leigjenda og starf Samtaka leigjenda á Íslandi (Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi).
  5. Önnur mál.

Boðið verður upp á léttar veitingar í anddyri. Textatúlkun á skjá milli ensku og íslensku. 

Félagar eru beðnir að staðfesta komu sína með eyðublaðinu hér: Staðfesta komu 17. nóv.