Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar

23. 01, 2023

Kjörstjórn Eflingar – stéttarfélags auglýsir hér með almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á starfsstöðvum fyrirtækjanna Íslandshótel hf. og Fosshótel Reykjavík ehf. Atkvæði greiða þeir félagsmenn sem boðunin tekur til.

Um er að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem hefst klukkan 12 á hádegi 7. febrúar 2023. Vinnustöðvunin tekur til allra starfa undir kjarasamningi Eflingar við SA um vinnu í veitinga- og gistihúsum, á eftirtöldum starfsstöðvum:

  • Fosshotel Reykjavík…………….. Þórunnartún 1, 105 Reykjavík
  • Hotel Reykjavík Grand………… Sigtún 28, 105 Reykjavík
  • Hotel Reykjavík Saga…………… Lækjargata 12, 101 Reykjavík
  • Hotel Reykjavík Centrum…….. Aðalstræti 16, 101 Reykjavík
  • Fosshotel Baron…………………… Barónsstígur 2-4, 101 Reykjavík
  • Fosshotel Lind…………………….. Rauðarárstígur 18, 105 Reykjavík
  • Fosshotel Rauðará……………….. Rauðarárstígur 37, 105 Reykjavík

Atkvæðagreiðslu skal ljúka klukkan 20:00 þann 30. janúar 2023. Atkvæðagreiðsla hefst klukkan 12 á hádegi þriðjudaginn 24. janúar 2023.

Boðun var samþykkt á fundi samninganefndar Eflingar þann 22. janúar 2023. Texti hennar í heild sinni er hér.

Tengill til að fá aðgang að rafrænni atkvæðagreiðslu er hér fyrir ofan (virkjast kl. 12 á hádegi 24.1.2023). Allir félagsmenn á kjörskrá sem eru með skráð netfang hjá félaginu fá tengilinn jafnframt sendan í tölvupósti. Til að greiða atkvæði þarf rafræn skilríki.

Félagsmenn sem eru ekki á kjörskrá en telja sig hafa atkvæðisrétt skulu senda erindi til kjörstjórnar og óska þess að vera bætt á kjörskrá. Erindi skal fylgja launaseðill eða ráðningarsamningur. Farið er með erindið og fylgigögn í trúnaði og skal það sent á netfangið felagsmal@efling.is.

Félagsmenn sem ekki geta nýtt sér rafræna atkvæðagreiðslu geta kosið utan kjörfundar með pappírsatkvæði á skrifstofu félagsins, á opnunartíma hennar, og skulu hafa löggild skilríki meðferðis, svo sem ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini útgefið af Þjóðskrá Íslands.

23. janúar 2023