Umönnun – fagnámskeið I og II hefst í janúar

10. 01, 2023

Námskeiðin eru ætluð félagsmönnum Eflingar sem starfa við umönnun og eru þeim að kostnaðarlausu. Fagnámskeiðin eru undanfari að námi í félagsliðabrú.

Fagnámskeið I í umönnun: Kennslutímabil: 31. janúar til 19. apríl 2023
Fagnámskeið II í umönnun: Kennslutímabil: 30. janúar til 19. apríl 2023

Skráning fer fram hjá Eflingu og er á vefnum. Ef þið þurfið aðstoð við skráninguna getið þið haft samband við Eflingu-stéttarfélag í síma 510 7500 eða sent tölvupóst á netfangið felagsmal@efling.is