Baráttusamkoma við upphaf verkfalls á Íslandshótelum haldin í Iðnó

Allt félagsfólk Eflingar sem er undir verkfallsboðun hjá Íslandshótelum er boðið á baráttusamkomu í Iðnó þriðjudaginn 7. febrúar 2023.

Húsið opnar á sama tíma og verkfall hefst, eða klukkan 12:00 á hádegi. Boðið verður upp á drykki og snarl. Búist er við að dagskrá hefjist um klukkan 13 og standi fram eftir eftirmiðdegi.

Staðsetning Iðnó : Vonarstræti 3, 101 Reykjavík. (Google maps tengill)

Mikilvægt er allir Eflingarfélagar í verkfalli sæki fundinn þar sem þar verða veittar upplýsingar og aðstoð varðandi umsóknir um verkfallsstyrki og fleira. Félagar eru beðnir um að koma með skilríki.