Efling auglýsir eftir sumarstarfsfólki

Vilt þú taka þátt í að byggja upp metnaðarfyllsta stéttarfélag landsins?

Skrifstofustarf

Við leitum að starfsfólki á skrifstofu Eflingar í sumarafleysingar, bæði á þjónustu- og vinnuréttindasviði. Við leitum að einstaklingum með góða samskiptahæfni, áhuga á að læra nýja hluti og metnað í starfi. Viðkomandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu og góð tök á íslensku og ensku en kostur er að hafa pólska- eða aðra tungumálakunnáttu. Reynsla og þekking á vinnumarkaðsmálum og kjarasamningum er kostur.

Umsjá orlofshúsa

Við leitum að starfsfólki til að sinna viðhaldi og öðru sem kemur að orlofshúsum Eflingar. Viðkomandi þarf að vera reglusamur, handlaginn og með þekkingu á verklegum vinnubrögðum. Bílpróf er skilyrði.

Við hvetjum áhugasama af öllum kynjum til að sækja um. Umsóknir með ferilskrá og kynningarbréfi berast á efling@efling.is