Efling kærir til Landsréttar

Í dómsuppkvaðningu Héraðsdóms kom fram að Eflingu beri að afhenda félagatal sitt til ríkissáttasemjara.

Efling hefur nú þegar kært niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi afhendingu kjörskrár til Landsréttar.

Var þetta tilkynnt af hálfu lögmanns félagsins við dómsuppkvaðningu í dag. Verður krafist flýtimeðferðar í málinu fyrir Landsdómi.