Við hittumst aftur í Iðnó kl. 10 á föstudaginn, fáum okkur kaffi og hristum saman hópinn, og svo munum við ganga saman til mótmælafundar fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu (handan við hornið frá Iðnó).
Þetta verða friðsamleg mótmæli þar sem við komum með skilti, syngjum, og höldum ræður. Svo munum við fara til baka í Iðnó til að fá okkur hressingu. Áætlað er að þessi viðburður verði búinn eigi síðar en kl. 12. Það er mjög mikilvægt að við fjölmennum á fundinn, svo komið endilega og reynið að fá samstarfsmenn ykkar með! Við munum einnig sinna verkfallsvörslu með sjálfboðaliðum á föstudaginn. Þú getur skráð þig í verkfallsvörsluna á fundinum. Eða þú getur gert það hér: Skráning í verkfallsvörslu / Registration for Strike Patrol – Efling stéttarfélag
Vinsamlega athugið! Mæting á fundinn og mótmælin er valfrjáls. Það er ekki nauðsynlegt að mæta á fundinn til þess að fá verkfallsstyrkinn. Ef þú hefur skráð þig þá munt þú fá verkfallsstyrkinn.
Vinsamlega staðfestið komu á fundinn með því að fylla út eyðublaðið hér:
Heimilisfang: Iðnó, Vonarstræti 3, 101 Reykjavík
Google maps: https://goo.gl/maps/raCrhsxPDpS8CZb19