Greinargerð Eflingar í félagsdómsmáli SA

Í dag 3. febrúar mun Efling leggja fram greinargerð sína í Félagsdómi vegna dómsmáls sem Samtök atvinnulífsins höfðuðu fyrir dómnum.

Krefjast SA þess að verkfallsboðun Eflingar á hótelum Íslandshótela verði dæmd ólögleg, þar sem miðlunartillaga Ríkissáttasemjara sé ígildi kjarasamnings. Efling telur röksemdir SA hvað þetta varðar hina mestu fjarstæðu. Er það sem og önnur rök málsins reifað í greinagerðinni sem hér fylgir í heild sinni.

Greinargerð Eflingar fyrir Félagsdómi lögð fram 3. febrúar 2022.