Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld.
Eru þessir hópar beðnir um að fylgjast náið með skilaboðum frá félaginu næstu klukkutíma.
Umræddir hópar hófu ótímabundnar verkfallsaðgerðir sínar 7. og 15. febrúar en samninganefnd frestaði aðgerðunum síðastliðið fimmtudagskvöld. Rennur frestunin út á miðnætti í kvöld.