Ingólfur leitar á ný mið

10. 02, 2023

Ingólfur B. Jónsson, stjórnandi Vinnuréttindasviðs, hefur sagt starfi sínu hjá Eflingu lausu og látið af störfum.

Ingólfur hefur gengt hlutverki kjaramálafulltrúa og núna síðast verið stjórnandi á Vinnuréttindasviði. Hann hefur gengt starfinu frá árinu 2014 og á þeim tíma öðlast haldbæra þekkingu og reynslu í kjaratengdum málefnum. Ólafur Karl Eyjólfsson mun gegna stöðu Ingólfs þar til ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið.

Við þökkum Ingólfi fyrir vel unnin störf og óskum honum góðs gengis og velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur.