Verkfallsfundur og mótmæli gegn verkbanni SA og dugleysi stjórnvalda fimmtudaginn 23. febrúar 

22. 02, 2023

Eflingarfélagar sem eru í verkfalli ætla að hittast á morgun fimmtudag klukkan 12 í Iðnó. Klukkan 13 verður svo farið í mótmælagöngu gegn fyrirhuguðu verkbanni SA og dugleysi stjórnvalda. Allir Eflingarfélagar eru velkomnir að taka þátt í þessum mótmælum. 

Tími: Fimmtudaginn, 23. febrúar 

  • kl. 11:30: Húsið opnar 
  • kl. 12: Baráttufundur Eflingarfélaga í verkfalli í Iðnó 
  • kl. 13: Mótmælagangan hefst 

Þetta verða friðsamleg mótmæli þar sem við komum með skilti, hrópum slagorð og flytjum ræður til að til að mótmæla verkbanni Samtaka Atvinnulífsins og senda skilaboð til ráðastéttar Íslands um kröfur okkar.

Ef þið getið, vinsamlega staðfestið komu á fundinn í Iðnó með því að fylla út eyðublaðið hér:

Please select a valid form

Staður: Iðnó, Vonarstræti 3, 101 Reykjavík

Google maps: https://goo.gl/maps/raCrhsxPDpS8CZb19