SA fresta verkbanni

27. 02, 2023

Samtök atvinnulífsins frestuðu í dag áformum sínum um verkbann gegn félagsfólki Eflingar. Var Eflingu tilkynnt þetta í erindi frá SA í dag rétt fyrir hádegið. SA fresta verkbanni sínu til kl. 16:00  mánudaginn 6. mars 2023.

Efling biður félagsfólk að fylgjast náið með öllum upplýsingum um framvindu kjaradeilunnar við SA á næstu sólarhringum.