Skattframtalsaðstoð fyrir félagsfólk

10. 02, 2023

Efling býður upp á aðstoð á skattframtölum fyrir félagsfólk sitt helgina 11.-12. Mars.

Gert er ráð fyrir einföldum framtölum, en ef um flóknari framtöl er að ræða svo sem um kaup og sölu eigna þarf að tilgreina það sérstaklega. Aðstoðin við skattframtölin miðast við félagsmenn og maka þeirra. Geta skal fjölda skattframtala þegar tími er pantaður. Nauðsynlegt er að hafa veflykil eða rafræn skilríki meðferðis í viðtalið.

Aðstoðin verður veitt laugardaginn 11. mars og sunnudaginn 12. mars ef þörf er á. Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu félagsins og bóka sig sem fyrst. Sé talið fram sameiginlega er nóg að annar aðilinn mæti. Ekki verður hægt að fá úrvinnslu framtalsins útprentaða til að taka með sér.

Félagsfólk getur pantað tíma með því að hringja í síma 510 7500 eða senda tölvupóst í netfangið efling@efling.is.

Byrjað verður að bóka í framtalsaðstoð mánudaginn 13. Febrúar.