Tillaga uppstillingarnefndar um skipun í stjórn Eflingar samþykkt af trúnaðarráði

17. 02, 2023

Trúnaðarráð Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum 16. febrúar sl. svohljóðandi tillögu uppstillinganefndar um skipun í stjórn Eflingar sem eru til kjörs nú skv. 10. gr. laga félagsins.

Varaformaður:

  • Þórir Jóhannesson (2023-2025)

Ritari:

  • Barbara Maria Sawka (2023-2025)

Meðstjórnendur:

  • Bjartmar Freyr Jóhannesson (2023-2025)
  • Guðmunda Valdís Helgadóttir (2023-2025)
  • Hjörtur Birgir Jóhönnuson (2023-2025)
  • Ian Phillip McDonald (2023-2025)
  • Karla Esperanza Barralaga Ocon (2023-2025)

Hyggist einhver/einhverjir bjóða fram annan lista með tillögum um val í embætti skv. 10. gr. laga félagsins skal honum skila eigi síðar en kl. 12:00 þann 27. Febrúar 2023 til fulltrúa kjörstjórnar á skrifstofu Eflingar-stéttarfélags að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík.

Samkvæmt 23. gr. laga félagsins skal lista fylgja meðmæli a.m.k. 120 félagsmanna. Það er á ábyrgð forsvarsmanna lista að ganga úr skugga um að frambjóðendur njóti kjörgengis og að allir meðmælendur séu fullgildir félagsmenn Eflingar-stéttarfélags.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Efling stéttarfélags.