Verkbann: meira um það sem þú þarft að vita

Samtök atvinnulífsins samþykktu í gærkvöldi að setja verkbann á félagsfólk Eflingar frá og með kl 12:00 á hádegi þann 2. mars (fimmtudaginn í næstu viku). Tilgangur verkbannsins er að þvinga íslensk stjórnvöld til að styðja við hlið atvinnurekenda í kjaladeilu þeirra við Eflingu.

Samninganefnd Eflingar hefur gefið út yfirlýsingu vegna verkbannsins. Vinsamlegast lesið yfirlýsinguna hér.

Hér eru helstu atriðin sem þú þarft að vita:

·         Að taka þátt í verkbanni er valfrjálst fyrir vinnuveitanda þinn. Margir vinnuveitendur hafa þegar staðfest að þeir ætli ekki að taka þátt í verkbanninu. Það eru engin lög eða samningar sem þvinga vinnuveitanda þinn til að vera hluti af verkbanninu.

·         Jafnvel þótt vinnuveitandi þinn ákveði að taka þátt í verkbanninu, er honum samt heimilt að greiða þér laun. Það eru engin lög eða samningar sem banna vinnuveitanda þínum að greiða þér laun jafnvel þó hann sendi starfsmenn sína heim vegna verkbanns.

·         Fáðu staðfestingu frá vinnuveitanda þínum um hvað hann hyggst gera varðandi verkbannið. Mun vinnuveitndi þinn senda þig heim þegar verkbann hefst eða ekki? Mun vinnuveitandi þinn greiða þér laun eða ekki? Fáðu skriflegar staðfestingar á þessu.

·         Verkbannið á aðeins við um vinnustaði í einkageiranum. Verkbannið á ekki við um vinnustaði sem falla undir hið opinbera og tengda vinnustaði eins og Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Landspítalann, hjúkrunarheimili eða einkarekna leikskóla.

·         Ef þú hefur tök á hvetjum við þig til að mæta á verkfallsfund til að mótmæla verkbanninu kl 13:00 í Iðnó í dag. Nánari upplýsingar hér.