Verkfallsstyrkir: Þetta þarftu að vita

Efling stéttarfélag greiðir öllu félagsfólki í verkfalli verkfallsstyrk.  

Til þess að fá styrk verður félagsfólk að fylgja eftirfarandi umsóknarleiðbeiningum. 

Verkfallsstyrkurinn er 25.000 kr á dag miðað við 100% vinnu sem félagsfólk missir af launagreiðslum vegna verkfalls.  

Upphæðin er aðlöguð eftir starfshlutfalli.  

Tekjuskattur er dreginn af styrknum.  

Verkfallsstyrkur er greiddur út síðasta dag mánaðarins.  

ATHUGIÐ: Til þess að fá styrk þarf að fylgja eftirfarandi skrefum:  

  1. Sendu nýjasta launaseðilinn þinn á netfangið strike@efling.is. 
  1. Gættu þess að bankareikningurinn þinn sé skráður inni á aðganginum þínum á Mínum síðum.
  1. Staðfestu umsóknina þína á þeirri staðsetningu sem er auglýst af stéttarfélaginu.  

Til að fá aðstoð við einhver af ofangreindum skrefum geturðu haft samband við skrifstofu Eflingar í síma 510-7500 eða með tölvupósti í strike@efling.is 

Fyrsta staðbundna verkfallsskráningin fyrir verkfallsstyrk mun eiga sér stað á morgun, þriðjudaginn 7. febrúar í fundarsal Iðnó (Vonarstræti 3,101 Reykjavík) frá kl 12:00 til 16:00. Auglýst verður með fyrirvara hvar og hvenær næsta verkfallsskráning mun fara fram. Mikilvægt er að hafa skilríki meðferðis.  

Ef þú ert veik/ur og kemst ekki til að staðfesta umsóknina þína fyrir verkfallsstyrk geturðu sent tölvupóst á strike@efling.is. Ef veikindi vara lengur en í tvo daga skal skila læknisvottorði á strike@efling.is. Hið sama á við ef um er að ræða veikt barn félagsfólks.  

Fyrsti dagur verkfalls byrjar á hádegi og mun teljast sem hálfur vinnudagur, nema ef félagsfólk hafi átt að vinna heilan dag, eftir þann tíma þann dag (t.d. kvöldvakt). Ef það á við skal senda tölvupóst með upplýsingum á strike@efling.is