Eflingarfélagar hafa samþykkt tvær nýjar verkfallsboðanir í atkvæðagreiðslum sem lauk klukkan 18 í kvöld. Í báðum þessum atkvæðagreiðslum var meira en 80% samþykki fyrir aðgerðum, enn meira afgerandi samþykki en í síðustu atkvæðagreiðslu sem var meðal starfsfólks Íslandshótela.
Meðal bílstjóra hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi greiddu 57 atkvæði eða 77% af þeim 74 Eflingarfélögum sem voru á kjörskrá. 48 greiddu atkvæði með, 7 á móti og 2 tóku ekki afstöðu. Verkfallsboðun er því samþykkt með rúmlega 84% atkæða.
Á Edition hótelinu og hjá Berjaya hótelkeðjunni voru 487 á kjörskrá. Þar af greiddu 255 atkvæði eða rúm 52%. 209 samþykktu, 40 höfnuðu og 6 tóku ekki afstöðu. Verkfallsboðun er því samþykkt með rétt tæplega 82% atkvæða.
Atkvæðagreiðslurnar voru auglýstar 31. janúar eftir að samninganefnd samþykkti þær á fundi sínum.