Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu

Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara hófst klukkan 12 á hádegi í dag. Félagsfólk Eflingar á almenna vinnumarkaðinum hefur atkvæðisrétt. 

Atkvæðagreiðslan er rafræn og fer fram í gegnum vefsíðu ríkissáttasemjara www.rikissattasemjari.is. Allar nánari upplýsingar má finna þar. 

Eflingarfélagar eru hvattir til að taka afstöðu til miðlunartillögunnar með því að greiða atkvæði. 

Spurningum um efni tillögunnar og atkvæðagreiðsluna skal beint til embættis ríkissáttasemjara.