Auglýst eftir tilnefningum í samninganefnd í opinbera geiranum

Efling – stéttarfélag auglýsir eftir tilnefningum félagsmanna til setu í samninganefnd vegna kjaraviðræðna við viðsemjendur í opinbera geiranum. Til að byrja með er skipað í sameiginlega samninganefnd við alla opinbera aðila, en áformað er að nefndin muni svo í framhaldi skipta sér niður í smærri nefndir gangvart hverjum og einum viðsemjanda.

Fyrsti fundur sameiginlegrar samninganefndar Eflingar gagnvart hinu opinbera sem um leið verður kynningarfundur um starf nefndarinnar verður haldinn miðvikudaginn 8. mars klukkan 18:00 á kaffistofu skrifstofu Eflingar, 3. hæð í Guðrúnartúni 1. Textatúlkun verður á skjá milli ensku og íslensku. Snarl, drykkir og kaffiveitingar í boði.

Allir félagsmenn sem starfa á vinnustöðum opinberra samningsaðila Eflingar (sjá lista hér fyrir neðan undir „Nánari upplýsingar“) geta tilnefnt sig í samninganefnd. Eyðublað fyrir tilnefningar er hér fyrir neðan.

Samningar í opinbera geiranum renna út 31. mars á þessu ári.

Nánari upplýsingar

Til opinberra viðsemjenda Eflingar teljast meðal annars eftirtaldir aðilar:

  • Reykjavíkurborg. Samningur.
  • Ríkið (Landspítalinn og fleiri vinnustaðir). Samningur og stofnanasamningar.
  • Sveitarfélög með samningsumboð hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) en þau eru Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus. Samningur.
  • Hjúkrunarheimili (SFV – Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu). Samningur.
  • Einkareknir skólar og leikskólar (SSSK – Samtök sjálfstæðra skóla). Samningur.
  • Ýmsir aðrir, til að mynda HNFLÍ, SORPA, Orkuveitan og Faxaflóahafnir.

Bent er á að skv. samningum Eflingar við ríkið (gr. 16.6), Reykjavíkurborg (gr. 15.8), önnur sveitarfélög (gr. 14.2.), hjúkrunarheimili (gr. 16.6) og einkarekna leikskóla skulu þau sem skipuð eru í samninganefnd fá leyfi til að sinna því verkefni án skerðingar á reglubundnum launum. Tilkynna ber yfirmanni um slíkar fjarvistir með eðlilegum fyrirvara. Heimildin er ekki takmörkuð við trúnaðarmenn, en trúnaðarmenn búa til viðbótar að opinni heimild til að sinna störfum sem þeim eru falin af stéttarfélagi.

Eyðublað fyrir tilnefningar

Tilnefningar í samninganefnd í opinbera geiranum
Staðfestu netfang til að koma í veg fyrir innsláttarvillur / Confirm email to prevent typing errors
Launagreiðandi / Employer
Reynsla / Experience
Ég staðfesti mætingu á kynningarfund um störf samninganefndar í opinbera geiranum þann 8. mars / I confirm attendance to the information meeting about the negotiations committee for the public sector on March 8
Ég samþykki að Efling-stéttarfélag vinni þær upplýsingar sem ég sendi félaginu með eyðublaði þessu í samræmi við persónuverndarstefnu félagsins. :: I consent that Efling Union process the information I send using this form in accordance with the union’s privacy policy.