Frestur til 20. mars fyrir greiðslur úr vinnudeilusjóði

13. 03, 2023

Síðasti dagur til sækja um greiðslur úr vinnudeilusjóði er mánudaginn 20. mars. Til þess að fá greitt um mánaðamótin mars/apríl þarf að vera búið að sækja um greiðsluna fyrir þann tíma. Greitt verður út 31. mars.

Til þess að sækja um greiðslur í vinnudeilusjóð þarf að gera eftirfarandi:

  1. Senda launaseðla fyrir janúar mánuð 2023 í tölvupósti á strike@efling.is.
  2. Athuga hvort reikningsupplýsingar séu skráðar á mínum síðum hér.