Samninganefnd á opinbera markaðnum kemur saman

Fyrsti fundur samninganefndar Eflingar á opinbera markaðnum fór fram í gærkvöldi, 8. mars á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni 1. Mæting var góð og kom þar saman félagsfólk af ýmsum vinnustöðum á opinbera markaðnum, þar á meðal leikskólum, hjúkrunarheimilum og víðar. Góðar umræður sköpuðust um kjör Eflingarfélaga hjá hinu opinbera og um næstu skref í viðræðum. Baráttuhugur var í fólki. Rætt var um hvernig skipuleggja ætti starf nefndarinnar, og undirbúa komandi samningafundi með viðsemjendum.