Sérkjarasamningur við Samskip undirritaður

Samninganefnd Eflingarfélaga hjá Samskipum undirritaði á þriðjudaginn 7. mars sérkjarasamning við fyrirtækið. Að baki liggur mikil undirbúningsvinna og fundarhöld, auk þess sem Samskipsfélagar tóku þátt í verkfallsaðgerðum félagsins í febrúarmánuði.

Eitt meginatriði samningsins er að ábati á hverja unna klukkustund, sem hefur lengi fylgt sérkjarasamningi fyrirtæksins, hækkar um 28%. Annað atriði er hækkun fyrir bílstjóra með ADR réttindi úr launaflokki 13 í 14. Samkomulag náðist einnig um ýmis smærri atriði.