Sjúkradagpeningaform aðgengilegt á Mínum síðum

15. 03, 2023

Nú bjóðum við upp á nýja viðbót inni á Mínum síðum á vefsíðu Eflingar sem gerir félagsfólki kleift að sækja um sjúkradagpeninga rafrænt þar í gegn.

Við vinnum sífellt að því að bæta þjónustu okkar fyrir félagsfólk og er þetta liður í því. Með þessari breytingu getum við boðið félagsfólki upp á betri þjónustu með bættu ferli umsókna um sjúkradagpeninga með betra utanumhaldi.

Til að byrja með verður sjúkradagpeninga umsóknarformið í boði á íslensku og ensku en unnið er að þýðingu á pólsku sem verður einnig í boði fljótlega.