Nú fer að styttast í baráttudag verkalýðssins, 1. maí!
Efling – stéttarfélag hvetur félagsfólk til að fjölmenna í kröfugöngu frá Skólavörðuholti og á útifund á Ingólfstorgi. Félagið býður að venju í veglegt kaffisamsæti í Valsheimilinu.
Staðsetningar og tími:
- Safnast verður saman fyrir kröfugönguna á Skólavörðuholti kl. 13:00.
- Kröfugangan leggur af stað kl. 13:30.
- Gangan hefst og fer niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi þar sem flutt verða ávörp og skemmtiatriði.
Félagsfólk er velkomið í kaffi í Valsheimilinu strax að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi. Lúðrasveit verkalýðsins kemur og tekur nokkur lög, boðið verður upp á kaffiveitingar, ísvagn kemur á staðinn og börn geta fengið andlitsmálningu.
Lokað verður á skrifstofu Eflingar þennan dag.
Gleðilegan baráttudag verkalýðsins!