Atkvæðagreiðsla um úrsögn úr SGS 

Efling – stéttarfélag boðar til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS). Með úrsögn úr SGS öðlast Efling beina aðild að Alþýðusambandi Íslands án milligöngu landssambands. 

Atkvæðagreiðslan er boðuð með samþykki stjórnar, trúnaðarráðs og félagsfundar sem haldinn var 24. apríl síðastliðinn. 

Atkvæðagreiðsla hefst fimmtudaginn 4. maí 2023 klukkan 15:00 og lýkur klukkan 15:00 fimmtudaginn 11. maí 2023. 

Atkvæðagreiðslan er rafræn og krefst rafrænna skilríkja. Atkvæði eru greidd með því að smella á tengilinn hér: https://kjosa.vottun.is/home/vote/434?lang=IS

Einnig er hægt að greiða atkvæði á pappír með því að koma á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 á opnunartíma. Til þess að hægt sé að kjósa með slíkum hætti er nauðsynlegt að framvísa löggildum skilríkjum.  

Til að kjósa með úrsögn Eflingar úr SGS velja kjósendur „Já“ á kjörseðli. Til þess að kjósa gegn úrsögn velja kjósendur „Nei“. 

Á kjörskrá eru fullgildir félagsmenn, en til þeirra teljast þeir sem greitt hafa félagsgjald til félagsins síðustu 3 mánuði og hafa óskað eftir fullgildri félagsaðild í gegnum „Mínar síður“ á heimasíðu Eflingar. 

Einstaklingar sem eru ekki á kjörskrá en telja sig eiga að vera þar skulu senda gögn til staðfestingar á netfangið felagsmal@efling.is og úrskurðar kjörstjórn þá eins hratt og auðið er um hvort þeim verði bætt á kjörskrá.