Kjarasamningur milli NPA miðstöðvarinnar og Eflingar-stéttarfélags og SGS, sem undirritaður var þann 9. maí, var samþykktur af félagsfólki Eflingar sem starfar hjá NPA miðstöðinni með yfirgnæfandi meirhluta. Atkvæðagreiðslunni lauk á hádegi í dag.
Já sögðu 59 eða 98,33%.
Enginn sagði nei.
1 eða 1,67% tók ekki afstöðu.
Af 243 sem voru á kjörskrá greiddu 60 atkvæð. Kjörsókn var því tæplega 25%.
Sérkjarasamningur Eflingar-stéttarfélags og NPA miðstöðvarinnar var líka samþykktur
Í sömu kosningu var jafnframt spurt að því hvort félagsmenn Eflingar samþykktu sérkjarasamning Eflingar stéttarfélags og NPA miðstöðvarinnar um heimil frávik frá vakta- og hvíldartíma sem einnig var undirritaður var 9. maí 2023.
Já sögðu 58 eða 96,67%.
Enginn sagði nei.
2 eða 3,33% tóku ekki afstöðu.