Eflingarfélagar samþykktu úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandi Íslands með tæplega 70% greiddra atkvæða í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Mun því félagið segja sig úr SGS og þar með öðlast beina aðild að Alþýðusambandi Íslands.
Atkvæði féllu svo:
- 733 félagar greiddu atkvæði með úrsögn, eða 69,74% þeirra sem greiddu atkvæði.
- 292 félagar greiddu atkvæði gegn úrsögn, eða 27,78% þeirra sem greiddu atkvæði.
- 26 kusu að taka ekki afstöðu, eða um 2,47% þeirra sem greiddu atkvæði.
- Á kjörskrá voru 20.905. Af þeim greiddu 1,051 atkvæði eða 5,03%.
Tvo þriðju greiddra atkvæða þurfti til að samþykkja úrsögn samkvæmt lögum SGS.
„Ég tel það rétta ákvörðun hjá félagsfólki að kjósa að verja ekki háum upphæðum í árleg gjöld til Starfsgreinasambandsins, sem eins og fram hefur komið veitir Eflingu enga þjónustu. Ég fagna því líka að félagsfólk hafi stutt afstöðu forystu félagsins í málinu,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Sjá má skýrslu um úrslit kosninganna ásamt skífuritum frá umsjónaraðila atkvæðagreiðslunnar í PDF skjali hér.