Efling og Fagfélögin leita að öflugum einstakling til að sinna vinnustaðaeftirliti og fylgjast með að aðstæður á vinnustöðum séu í samræmi við lög og reglur. Markmið starfsins er að koma í veg fyrir brotastarfsemi á félagssvæðum stéttarfélaganna. Um er að ræða 100% starf. Starfsstöð er á Stórhöfða 29-31, 110 Reykjavík.
Sótt er um í gegnum umsjónarkerfi alfreð.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnustaðaheimsóknir, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
- Skipulag vinnustaðheimsókna um allt landí samtarfi við aðra eftirlitsfulltrúa.
- Byggja upp og efla markvisst vinnustaðeftirlit og samstarf við aðra eftirlitsfulltrúa.
- Samskipti við þá aðila er fara með málefni vinnumarkaðarins.
- Skráning og eftirfylgni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking á íslenskum vinnumarkaði
- Tungumálakunnátta, íslenska og enska. Pólska og/eða rússneska er kostur
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum.
- Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt.
- Almenn tölvukunnátta
- Bílpróf
Fríðindi í starfi
- Stytting vinnuvikunnar
- Líkamsræktarstyrkur
- Mötuneyti