Aðalfundur Eflingar
Þann 4. maí var aðalfundur Eflingar haldinn í Sykursal, Grósku. Fundurinn fór fram með hefðbundnu sniði og var vel sóttur. Sólveig Anna formaður fór yfir viðburðarríkt ár í félagslegu starfi og Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar kynnti ársreikning fyrir 2022, sem svo var samþykktur.
Hér má sjá ársskýrslu Eflingar 2022-2023
Efling þakkar öllum þeim sem mættu fyrir góðan fund. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá fundinum.
Baráttudagur verkalýðsins 1. maí
Baráttudagur verkalýðsins þann 1. maí var haldinn hátíðlegur í góðu veðri. Fjölmennt var í kröfugöngu en Eflingar félagar gengu frá Skólavörðuholti og á útifundinn á Ingólfstorgi þar sem margmenni kom saman, fagnaði deginum, horfði á skemmtiatriði og hlýddi á ávörp. Eftir dagskránna bauð Efling í skemmtilegt kaffisamsæti í Valsheimilinu þar sem félagsfólk fékk sér kaffiveitingar, ísvagn mætti á staðinn og börn fengu andlitsmálningu.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af deginum: