Efling stéttarfélag leitar að fulltrúa á Vinnuréttindasvið, til að veita félagsmönnum þjónustu og ráðgjöf á grundvelli kjarasamningsbundinna réttinda.
Leitað er að aðila sem hefur gott vald á íslensku og ensku. Kunnátta á öðrum tungumálum er mikill kostur.
Viðkomandi þarf að vera skipulagður í vinnubrögðum, lausnamiðaður, jákvæður og reiðubúinn til að taka að sér fjölbreytt verkefni á skrifstofu Eflingar.
Sótt er um í gegnum umsjónarkerfi alfreð.
Helstu verkefni og ábyrgð
– Samskipti og þjónusta við félagsfólk og atvinnurekendur
– Móttaka, svörun og eftirfylgni erinda félagsfólks
– Bréfaskriftir og kröfugerðir fyrir hönd félagsfólks
– Útreikningar á launakröfum félagsfólks
– Þátttaka í verkefnum þvert á deildir skrifstofu Eflingar
Menntunar- og hæfniskröfur
– Stúdentspróf eða sambærileg menntun. Háskólapróf er kostur
– Reynsla og þekking á vinnumarkaðsmálum og starfsemi stéttarfélaga
– Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og menningarlæsi
– Rík þjónustulund og umburðarlyndi
– Skipulags- og greiningarhæfni og geta til að vinna undir álagi
– Góð tök á íslensku og ensku í ræðu og riti, önnur tungumálakunnátta mikill kostur
– Góð tölvukunnátta og reynsla í office 365
– Nákvæmni og vönduð vinnubrögð