Kjarasamningur undirritaður við Rótina sem rekur Konukot

21. 06, 2023

Í gær, þriðjudaginn 20. Júní var undirritaður samningur á milli Eflingar og Rótarinnar sem rekur Konukot. Kjarasamningurinn tekur mið af samningi Eflingar og Reykjavíkurborgar með sömu launatöflu og sömu hækkanir.

Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn á meðal félagsfólks mun fara fram innan skamms.

Skoða má texta samningsins hér.