Fagnámskeið í ágúst – Félagsliðagátt og leikskólaliðabrú

Við minnum á fagnámskeiðin Félagsliðagátt og Leikskólaliðabrú sem hefjast í ágúst.

Námskeiðin henta félagsfólki Eflingar sem starfar í umönnun og tengdum geirum.

Útskrift af þessum námsbrautum leiðir til nýs starfsheitis (félagsliði, leikskólaliði) og hærri röðunar í launaflokki. Námskeiðsgjöld eru greidd að fullu af starfsmenntasjóðum Eflingar fyrir félagsfólk sem starfar í greininni. Námið er skipulagt af Mími og kennsla fer fram þar.

Hér fyrir neðan má lesa meira um námskeiðin og skrá sig í þau: